Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 19:03 Morgan og Meghan voru eitt sinn vinir en sjónvarpsmaðurinn hefur sakað hertogaynjuna um að hafa lokað á sig eftir að hún fann draumaprinsinn. epa Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021 Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira