Íslenski boltinn

Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð

Ingvi Þór Sæmundsson og Guðjón Guðmundsson skrifa
Úr leik Vals og KR í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Úr leik Vals og KR í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/daníel

Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Umrædd félög eru KR, Valur, FH, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur R., KA, Fylkir, ÍA og Leiknir R., það er öll félögin í Pepsi Max-deildinni nema HK og Keflavík.

Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu.

Forráðamenn KR, Vals og FH hafa lýst yfir óánægju sinni með hversu mikið félög utan efstu deildar höfðu að segja um fjölgun liða í deildinni. Formaður FH, Viðar Halldórsson, talaði um að það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella tillögu stjórnar KSÍ.

Formenn knattspyrnudeilda KR og Vals, Páll Kristjánsson og E. Börkur Edvardsson, hafa gagnrýnt þá breytingu sem hefur orðið á ÍTF, hagsmunasamtökum félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna.

„Hvers konar hagsmunasamtök eru það sem eiga að vera gæta hagsmuna sterkustu og stærstu félaga landsins sem er í rauninni stjórnað af neðri deildum. Við eigum öll okkar málsvara sem er knattspyrnusambandið og Toppfótbolti er hugsað sem hagsmunasamtök efstu deildar karla gagnvart knattspyrnusambandinu. Þegar öll félög sem eru með barna og unglinga eða meistaraflokksstarf eru aðilar að þessum samtökum þá þjónar það engum tilgangi,“ sagði Páll í Sportpakkanum á þriðjudaginn.

„Ég sagði það um daginn og stend við þið það hvenær sem er að Íslenskur Toppfótbolti þjónar engum tilgangi í dag.“

Ekki er langt síðan aðalfundur ÍTF fór fram þar sem Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, var kjörinn formaður samtakanna. Hann tók við formennsku af Víkingnum Haraldi Haraldssyni.

Klippa: Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð

Tengdar fréttir

„Þarf að vinna málið betur“

„Nú þarf bara að setjast niður, ræða málin og ná samstöðu,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, eftir ársþing KSÍ um helgina. Þar var tillaga Fram um 14 liða efstu deild karla felld, sem og tillaga stjórnar KSÍ um fjölgun leikja með því að taka upp úrslitakeppni í deildinni.

Engin breyting var versta niðurstaðan

„Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni.

Svona var 75. ársþing KSÍ

Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt.

„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“

„Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×