Íslenski boltinn

Báðar til­­­lögurnar felldar og á­­­­­­fram tólf liða efsta deild karla með tvö­faldri um­­­­­­­­­ferð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik KR og Stjörnunnar á síðustu leiktíð.
Frá leik KR og Stjörnunnar á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét

Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag.

Þurfti stuðning 2/3 greiddra atkvæði til þess að breytingarnar færu í gegn en svo var ekki. Efsta deild karla verður því með óbreyttu sniði tímabilið 2022.

Tillaga Fram fékk 71 já af þeim 122 sem kusu, 58,2 prósent og var því felld. Tillaga stjórnar KSÍ fékk 68 já frá þeim 124 sem kusu, 54,88 prósent fylgi og var því felld.

Í stuttu máli snýst tillaga stjórnar KSÍ, sem byggir á vinnu starfshóps, um að hafa áfram 12 lið í deildinni en skipta henni í tvennt eftir hinar venjulegu 22 umferðir.

Hvert lið fengi þá fimm aukaleiki því efstu sex liðin myndu mætast innbyrðis í úrslitakeppni og neðstu sex liðin sömuleiðis.

Fram setti þá tillögu fram á borðið að fjórtán lið myndu leika í efstu deild karla. Leikin yrði tvöföld umferð.

Fylkir og ÍA drógu sínar tillögur til baka. Fylkismenn vildu fækka í tíu lið og spila þrefalda umferð en Skagamenn vildu halda liðunum í tólf og spila þess í stað þrjár umferðir.


Tengdar fréttir

Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla?

Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×