Totten­ham slapp með skrekkinn gegn Ful­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dele Alli og Son Heung-min fagna marki Tottenham í kvöld.
Dele Alli og Son Heung-min fagna marki Tottenham í kvöld. EPA-EFE/Clive Rose

Þetta gerðist á 19. mínútu leiksins og þó Tottenham hafi verið líklegra til að bæta við í fyrri hálfleik var staðan enn 0-1 er flautað var til hálfleiks. 

Heimamenn í Fulham voru mikið mun betri í síðari hálfleik og tókst Josh Maja að koma knettinum í netið þegar rúmur klukkutími var liðinn. Því miður hafði boltinn farið í hendina á Mario Lemina í aðdragandanum og markið því dæmt af. 

Lítið sem Lemina gat gert í því en varnarmaður Tottenham negldi knettinum í hendina á honum af stuttu færi. Því miður kveða reglurnar á að boltinn megi ekki fara í hönd á leikmanni sóknarliðs í aðdraganda marks og markið því eins og áður sagði dæmt af.

Tottenham tókst að halda markinu hreinu það sem eftir lifði leiks og lokatölur því 1-0 Tottenham í vil. Lærisveinar José Mourinho eru nú komnir með 42 stig í 8. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.