Erlent

Sjö fórust þegar handrið gaf sig í bólivískum háskóla

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað í El Alto háskólanum í nærri höfuðborginni La Paz.
Slysið átti sér stað í El Alto háskólanum í nærri höfuðborginni La Paz. Getty

Að minnsta kosti sjö háskólanemendur eru látnir og fimm slösuðust alvarlega þegar handrið á fjórðu hæð í bólivískum háskóla gaf sig þannig að þeir hröpuðu fjórar hæðir niður á steypt gólf.

Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins, Jayson Auza, í gær, en slysið átti sér stað í El Alto háskólanum nærri höfuðborginni La Paz.

Á myndskeiði má sjá mikinn troðning þar sem nemendur bíða þess að komast inn í skólastofunni. Fer svo að handriðið gefur sig á einum stað.

Bólivískir fjölmiðlar segja hina látnu hafa verið á aldrinum tuttugu til 24 ára.

Opinber rannsókn á slysinu er hafin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.