Erlent

Skaut á al­menna borgara

Atli Ísleifsson skrifar
Að minnsta kosti 21 mótmælandi hefur látið lífið síðan mótmælin í Mjanmar hófust.
Að minnsta kosti 21 mótmælandi hefur látið lífið síðan mótmælin í Mjanmar hófust. AP

Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum.

Guardian segir frá því að lögreglumennirnir hafi beitt hvellsprengjum á mótmælendurna og enn hafi engar fregnir borist af manntjóni. Nokkrir særðust hins vegar í bænum Kale þar sem lögreglumenn beittu skotvopnum gegn mótmælendum. Fjölmargir særðust og er ástand tveggja sagt vera alvarlegt.

Á sama tíma og lögregla beitir aukinni hörku gegn mótmælendum eru utanríkisráðherrar nágrannaríkja Mjanmar að funda um ástandið í landinu með herforingjastjórninni með það að augnamiði að koma á friði.

Að minnsta kosti 21 mótmælandi hefur látið lífið síðan mótmælin hófust. Herforingjarnir segia að á sama tíma hafi einn lögreglumaður látist í átökunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×