Manchester United í neðsta sæti í „deild“ stóru liðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 12:31 Það hefur ekkert gengið hjá Bruno Fernandes og félögum í liði Manchester United í leikjum á móti hinum stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Andy Rain Manchester United hefur náð slakasta árangrinum í innbyrðis leikjum stóru sex liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Manchester United gerði markalaust jafntefli á móti Chelsea um helgina og var það fjórði leikur liðsins í röð á móti einu af stóru sex liðum deildarinnar sem endar með markalausu jafntefli. Stóru liðin sex í ensku úrvalsdeildinni eru í stafrófsröð Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur. In the Big Six Mini-League, @ManUtd is at the bottom with just 5 points after the Red Devils produced yet another goalless draw in their recent match with @ChelseaFC. In spite of this, the former remains second in the @premierleague table!https://t.co/PVogcJFQVJ— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 2, 2021 ESPN tók saman árangur í innbyrðis leikjum þessara liða og bjó til „topp sex deildina“. Það er ekki falleg sjón fyrir stuðningsmenn Manchester United. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki náð að stýra Manchester United liðinu til sigurs í átta síðustu leikjum á móti einu af þessu stóru liðum, sjö á þessu tímabili og þeim síðasta á tímabilinu í fyrra. 0 wins 1 goal scored 5 goalless drawsFrom a possible 21, Manchester United have only taken five points when facing other 'big six' teams in the Premier League this season pic.twitter.com/HTRBJDarJN— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 1, 2021 Það sem meira er að United hefur ekki skorað nema eitt mark í þessum sjö leikjum á þessari leiktíð og það mark kom úr vítaspyrnu og í 1-6 stórtapi á móti Tottenham. Manchester United hefur ekki unnið eitt af stóru liðum ensku úrvalsdeildarinnar síðan í mars á síðasta ári þegar liðið vann 2-0 sigur á Manchester City á Old Trafford þar sem að þeir Anthony Martial og Scott McTominay skoruðu mörkin. Manchester City hefur náð í sautján stig í átta leikjum og Liverpool er þremur stigum á eftir en hefur einnig leikið einum leik færra. Liverpool gæti því náð City á toppi þessa lista með sigri á Chelsea í vikunni. Manchester United not finding it easy to knock over the big six pic.twitter.com/hLUGzJLyZ6— B/R Football (@brfootball) March 1, 2021 Stig og markatala í „topp sex deildinni“: 1. Manchester City 17 stig (+12) 2. Liverpool 14 stig (+4) 3. Tottenham 10 stig (+2) 4. Arsenal 7 stig (-3) 5. Chelsea 6 stig (-5) 6. Manchester United 5 stig (-6) Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Manchester United gerði markalaust jafntefli á móti Chelsea um helgina og var það fjórði leikur liðsins í röð á móti einu af stóru sex liðum deildarinnar sem endar með markalausu jafntefli. Stóru liðin sex í ensku úrvalsdeildinni eru í stafrófsröð Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur. In the Big Six Mini-League, @ManUtd is at the bottom with just 5 points after the Red Devils produced yet another goalless draw in their recent match with @ChelseaFC. In spite of this, the former remains second in the @premierleague table!https://t.co/PVogcJFQVJ— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) March 2, 2021 ESPN tók saman árangur í innbyrðis leikjum þessara liða og bjó til „topp sex deildina“. Það er ekki falleg sjón fyrir stuðningsmenn Manchester United. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki náð að stýra Manchester United liðinu til sigurs í átta síðustu leikjum á móti einu af þessu stóru liðum, sjö á þessu tímabili og þeim síðasta á tímabilinu í fyrra. 0 wins 1 goal scored 5 goalless drawsFrom a possible 21, Manchester United have only taken five points when facing other 'big six' teams in the Premier League this season pic.twitter.com/HTRBJDarJN— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 1, 2021 Það sem meira er að United hefur ekki skorað nema eitt mark í þessum sjö leikjum á þessari leiktíð og það mark kom úr vítaspyrnu og í 1-6 stórtapi á móti Tottenham. Manchester United hefur ekki unnið eitt af stóru liðum ensku úrvalsdeildarinnar síðan í mars á síðasta ári þegar liðið vann 2-0 sigur á Manchester City á Old Trafford þar sem að þeir Anthony Martial og Scott McTominay skoruðu mörkin. Manchester City hefur náð í sautján stig í átta leikjum og Liverpool er þremur stigum á eftir en hefur einnig leikið einum leik færra. Liverpool gæti því náð City á toppi þessa lista með sigri á Chelsea í vikunni. Manchester United not finding it easy to knock over the big six pic.twitter.com/hLUGzJLyZ6— B/R Football (@brfootball) March 1, 2021 Stig og markatala í „topp sex deildinni“: 1. Manchester City 17 stig (+12) 2. Liverpool 14 stig (+4) 3. Tottenham 10 stig (+2) 4. Arsenal 7 stig (-3) 5. Chelsea 6 stig (-5) 6. Manchester United 5 stig (-6)
Stig og markatala í „topp sex deildinni“: 1. Manchester City 17 stig (+12) 2. Liverpool 14 stig (+4) 3. Tottenham 10 stig (+2) 4. Arsenal 7 stig (-3) 5. Chelsea 6 stig (-5) 6. Manchester United 5 stig (-6)
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira