Ederson með fleiri stoðsendingar en Bruno á móti „stóru sex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 11:00 Bruno Fernandes hefur ekki veirð líkur sjálfum sér í leikjum Manchester United á móti hinum stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. AP/Dave Thompson Bruno Fernandes hefur aðeins komið að einu marki í sjö leikjum á tímabilinu á móti stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira