Erlent

Bólu­efni Jans­sen fær grænt ljós í Banda­ríkjunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson.
Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson. Artur Widak/NurPhoto via Getty

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu.

Rannsóknir á bóluefninu, sem hægt er að geyma við hærra hitastig en til að mynda bóluefni Pfizer og Moderna, sýna fram á að það komi í veg fyrir alvarleg veikindi. Þegar allt er tekið með í reikninginn er virkni bóluefnisins um 66 prósent.

Janssen, sem er belgískt fyrirtæki í eigu bandaríska lyfjarisans Johnson & Johnson, hefur samþykkt að framleiða hundrað milljón skammta af bóluefninu fyrir Bandaríkjamenn fyrir lok júnímánaðar 2021. Fyrstu Bandaríkjamennirnir til að fá bóluefni Janssen gætu gert það í næstu viku, samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samning um kaup á bóluefni Janssen, með fyrirvara um mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar, sem hefur ekki enn samþykkt bóluefnið. Verði það samþykkt, má Ísland eiga von á að fá 235.000 skammta af bóluefninu, sem dugar fyrir jafn marga einstaklinga. Áætlað er að afhending á bóluefninu hingað til lands myndi hefjast á öðrum ársfjórðungi 2021.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir stöðu samninga íslenska ríkisins um bóluefni við Covid-19. Þá má nálgast nánari upplýsingar um framvindu bólusetningar á boluefni.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×