Rannsóknir á bóluefninu, sem hægt er að geyma við hærra hitastig en til að mynda bóluefni Pfizer og Moderna, sýna fram á að það komi í veg fyrir alvarleg veikindi. Þegar allt er tekið með í reikninginn er virkni bóluefnisins um 66 prósent.
Janssen, sem er belgískt fyrirtæki í eigu bandaríska lyfjarisans Johnson & Johnson, hefur samþykkt að framleiða hundrað milljón skammta af bóluefninu fyrir Bandaríkjamenn fyrir lok júnímánaðar 2021. Fyrstu Bandaríkjamennirnir til að fá bóluefni Janssen gætu gert það í næstu viku, samkvæmt breska ríkisútvarpinu.
Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samning um kaup á bóluefni Janssen, með fyrirvara um mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar, sem hefur ekki enn samþykkt bóluefnið. Verði það samþykkt, má Ísland eiga von á að fá 235.000 skammta af bóluefninu, sem dugar fyrir jafn marga einstaklinga. Áætlað er að afhending á bóluefninu hingað til lands myndi hefjast á öðrum ársfjórðungi 2021.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir stöðu samninga íslenska ríkisins um bóluefni við Covid-19. Þá má nálgast nánari upplýsingar um framvindu bólusetningar á boluefni.is.