Erlent

Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lady Gaga er ánægð að hundarnir séu komnir heim.
Lady Gaga er ánægð að hundarnir séu komnir heim. Stuart C. Wilson/Getty

Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag.

Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að kona hafi í gærkvöldi mætt á lögreglustöð í Los Angeles og skilað hundunum. TMZ hefur eftir heimildamönnum innan lögreglunnar að hundarnir séu ómeiddir og þeim hafi þegar verið komið í vörslu fulltrúa söngkonunnar.

Útlit er fyrir að konan sem skilaði hundunum hafi fundið þá á förnum vegi og tengist því hvorki skotárásinni á aðstoðarmann Gaga eða hundaráninu.

Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna.

TMZ greinir þá frá því að Gaga hafi hreinlega grátið úr gleði þegar hún frétti að þeir ferfættu félagar væru lausir úr haldi ræningjanna.


Tengdar fréttir

Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband

Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum.

Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt

Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.