Erlent

Ætlar að leiða leitina að þremenningunum: „Megi Allah vera með okkur“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sajid Sadpara hyggst ekki hvílast fyrr en þremenningarnir eru fundnir.
Sajid Sadpara hyggst ekki hvílast fyrr en þremenningarnir eru fundnir.

„Á síðustu vikum hef ég gengið í gegnum eina mest krefjandi og trámatísku reynslu á ævinni. Ég vil ekki muna tíma örvæntingar og ótta. Ég vinn að því að græða sjálfan mig og freista þess að hjálpa fjölskyldunni minni að gera slíkt hið sama.“

Þetta sagði Sajid Sadpara, sem var með í leiðangri Jóns Snorra Sigurjónssonar á K2, á Twitter í dag. Faðir hans Ali Sadpara og Chile-maðurinn Juan Pablo Mohr voru einnig með í för. Sajid hélt niður vegna bilunar í súrefniskút en þrímenninarnir eru taldir hafa farist á tindinum.

„Fjöll eru sársaukafull; það á við um allt sem er fallegt. Með tímanum er ég að ná aftur styrk og rökhugsun. Og ég hef ákveðið að leiða björgunaraðgerðir til að finna Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr,“ segir hann en aðgerðir muni hefjast þegar aðstæður leyfa.

„Fjölskylda mín og ég munum ekki hvíla fyrr en við höfum heimt þá aftur og veitt þeim hvíld eftir trú hvers og eins. Þar sem flest slys á K2 orsakast af reipum hef ég einnig ákveðið að hefja Hreinsum K2-átakið frá C-4 til ABC og hirða öll gömul reipi og rusl hæst uppi.

Ég tel að með þessu getum við hjálpað móður náttúru og framtíðar fjallaklifrurum. Megi Allah vera með okkur.“


Tengdar fréttir

Tendra ljós í minningu Johns Snorra við Vífils­staða­vatn

Fjölskylda, vinir og vandamenn fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar munu koma saman við Vífilsstaðavatn á sunnudagskvöld til að biðja fyrir honum og samferðamönnum hans Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×