Enski boltinn

Souness elskar að horfa á Leeds

Anton Ingi Leifsson og skrifa
Leeds liðið hans Bielsa hefur vakið mikla athygli.
Leeds liðið hans Bielsa hefur vakið mikla athygli. Nick Potts/Getty

Graeme Souness, Liverpool goðsögn og nú spekingur Sky Sports, segir að Leeds sé uppáhaldsliðið hans í deildinni þetta árið og hann elski að horfa á læirsveina Marcelo Bielsa spila.

Bielsa og lærisveinar hafa vakið mikla lukku fyrir spilamennsku sína hingað til. Leeds vann 3-0 sigur á Southampton í gærkvöldi og Souness er yfir sig hrifinn af Bielsa og lærisveinum hans.

„Hann hefur bætt leikmenn sem voru ekki úrvalsdeildarleikmenn. Núna líta þeir út eins og alvöru úrvalsdeildarleikmenn,“ sagði Souness við Sky Sports. „Þetta er betrumbættur fótbolti.“

„Leikurinn hefur breyst mikið undanfarin ár. Öll þessi tölfræði um sendingatölfræði og hversu mikið þú varst með boltann - þeir eru ekki að hugsa um það. Þetta snýst um að fá boltann fram á við.“

„Þeir gera mistök því þeir eru ekki að reyna auðveldar tíu metra sendingar. Mér finnst frábært að horfa á það og þeir eru uppáhalds liðið mitt að horfa á í deildinni í ár,“ bætti Souness við.

„Þú ert með stjóra eins og Pep Guardiola sem talar um hann eins og kennarann sinn. Þá er hann klárlega með eitthvað. Ég myndi elska að setjast niður með honum og spyrja hann auðveldra spurninga.

„Ég myndi spyrja hann: Seturðu andrúmsloft og stíl liðsins fram yfir úrslit? Því þetta lítur þannig út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×