Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:55 Jón Bjarni veitingamaður segist sáttur við þær breytingar sem Svandís kynnti í dag og hann segir að svo sé um þá sem hann hefur heyrt í nú í dag. Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33