Erlent

Her­sveitir hörfa frá um­deildu stöðu­vatni

Atli Ísleifsson skrifar
Indverskir hermenn á ferð í Himalaja-fjallgarðinum.
Indverskir hermenn á ferð í Himalaja-fjallgarðinum. Getty/Waseem Andrabi

Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.

Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að ríkin ætli sér að vinna áfram að lausn á þeim deiluefnum sem eftir standa. Sé sú ákvörðun að báðir aðildar hörfi með hersveitir sínar stórt skref í þá átt að ná lausn í málinu.

Deilt hefur verið um landamærin á svæðinu allt frá vopnuðum átökum ríkjanna á haustmánuðum 1962.

Í júní á síðasta ári féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum í Galwan-dalnum, en mannfallið var það fyrsta í deilum ríkjanna í fjóra áratugi. 

Þá greindu kínversk stjórnvöld frá því fyrr í mánuðinum að fjórir kínverskir hermenn hafi sömuleiðis fallið í átökunum síðasta sumar.


Tengdar fréttir

Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar

Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár.

Ný átök á landa­mærum Kína og Ind­lands

Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.