Erlent

Ný átök á landa­mærum Kína og Ind­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil spenna hefur verið á landamærum Kína og Indlands, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.
Mikil spenna hefur verið á landamærum Kína og Indlands, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. Getty/Muzamil Mattoo

Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum.

BBC segir frá því að átökin hafi blossað upp síðastliðinn miðvikudag við Nathu La skarðið í Sikkim héraði. Talsmaður indverska hersins segir að „smávægilegt atvik“ hafi komið upp sem búið sé að „leysa úr“.

Talsmaður indverska hersins segir að kínverskur varðflokkur hafi þar reynt að halda inn í Indland, en hafi svo verið fenginn til að hörfa.

Að minnsta kosti tuttugu indverskir hermenn létu lífið í átökum í Ladakh í júní síðastliðinn. Sikkim-hérað, þar sem átökin nú blossuðu upp, er að finna milli Bútans og Nepals.

Mikil spenna hefur verið á landamærum ríkjanna, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×