Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2021 14:30 Svekkelsið leyndi sér ekki hjá leikmönnum Liverpool í gær. Laurence Griffiths/Getty Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. Jan Mølby lék með Liverpool á árunum 1984 til 1996 við góðan orðstír. Daninn lék tæplega þrjú hundruð leiki fyrir félagið og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vinnur nú sem spekingur fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV3Sport og hann var í beinni frá Anfield eftir tapið gegn Everton í gær. „Ég sit fyrir framan útvarpsstöð sem sagði að Liverpool væri í sögulegri krísu,“ sagði Daninn. „Það er að sjálfsögðu út af því að væntingarnar til þessa liðs eru svo miklar í hvert einasta skipti sem það spilar. Maður ætlast til þess að þeir vinni. Því segja menn þetta sögulega krísu.“ El derbi de Mereyside agranda la crisis del Liverpool https://t.co/hzT3oKal2f pic.twitter.com/f4sxtrVzhB— La Estrella | Panamá (@EstrellaOnline) February 21, 2021 Margir velta nú fyrir sér hvað Liverpool þurfi að gera til þess að koma sér út úr þessum vandræðum og Martin Jørgensen, fyrrum danskur landsliðsmaður, var ekki með svarið á reiðum höndum. „Ef ég vissi svarið gæti ég orðið ansi ríkur. Ég held að þetta sé spurning sem Jurgen Klopp spyr sjálfan sig að,“ sagði Martin og hélt áfram. „Hann getur sagt að þeir eigi að halda áfram og gera það sem þeir hafa gert síðustu þrjú ár en leikmennirnir eru dálítið ráðvilltir inni á vellinum.“ „Þeir eru í mótvind, sem þeir hafa ekki lent í síðustu ár, þar sem þeir hafa bara unnið og unnið. Núna þurfa þeir að finna lausnir, sem þeir hafa ekki,“ bætti Martin við. 🗣"Can he play for Jurgen Klopp?"@andydunnmirror thinks Liverpool's problems run deeper than their injury crisis, including if Thiago suits a Jurgen Klopp system pic.twitter.com/3pR9O80Kub— Football Daily (@footballdaily) February 21, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 „Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01 Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Jan Mølby lék með Liverpool á árunum 1984 til 1996 við góðan orðstír. Daninn lék tæplega þrjú hundruð leiki fyrir félagið og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vinnur nú sem spekingur fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV3Sport og hann var í beinni frá Anfield eftir tapið gegn Everton í gær. „Ég sit fyrir framan útvarpsstöð sem sagði að Liverpool væri í sögulegri krísu,“ sagði Daninn. „Það er að sjálfsögðu út af því að væntingarnar til þessa liðs eru svo miklar í hvert einasta skipti sem það spilar. Maður ætlast til þess að þeir vinni. Því segja menn þetta sögulega krísu.“ El derbi de Mereyside agranda la crisis del Liverpool https://t.co/hzT3oKal2f pic.twitter.com/f4sxtrVzhB— La Estrella | Panamá (@EstrellaOnline) February 21, 2021 Margir velta nú fyrir sér hvað Liverpool þurfi að gera til þess að koma sér út úr þessum vandræðum og Martin Jørgensen, fyrrum danskur landsliðsmaður, var ekki með svarið á reiðum höndum. „Ef ég vissi svarið gæti ég orðið ansi ríkur. Ég held að þetta sé spurning sem Jurgen Klopp spyr sjálfan sig að,“ sagði Martin og hélt áfram. „Hann getur sagt að þeir eigi að halda áfram og gera það sem þeir hafa gert síðustu þrjú ár en leikmennirnir eru dálítið ráðvilltir inni á vellinum.“ „Þeir eru í mótvind, sem þeir hafa ekki lent í síðustu ár, þar sem þeir hafa bara unnið og unnið. Núna þurfa þeir að finna lausnir, sem þeir hafa ekki,“ bætti Martin við. 🗣"Can he play for Jurgen Klopp?"@andydunnmirror thinks Liverpool's problems run deeper than their injury crisis, including if Thiago suits a Jurgen Klopp system pic.twitter.com/3pR9O80Kub— Football Daily (@footballdaily) February 21, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 „Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01 Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00
„Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01
Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23