Enski boltinn

Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi kom vel inn í lið Everton í gær.
Gylfi kom vel inn í lið Everton í gær. Emma Simpson/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool.

Gylfi byrjaði á bekknum en kom inn hjá Everton eftir tæplega klukkutíma leik. Hann átti eftir að setja mark sitt á leikinn.

Eftir að Richarlison kom Everton í upphafi leiksins gulltryggði Hafnfirðingurinn þeim bláklæddu sigurinn úr vítaspyrnu seint í leiknum.

Lokatölur 2-0 og fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn í viðureignum liðanna síðan 2010.

Gylfi Þór virðist kunna vel við það að spila gegn hinum svokölluðu stóru liðum en það má sjá á tölfræði hans.

Gylfi hefur skorað flest mörkin sín í ensku úrvalsdeildinni gegn Chelsea eða sex talsins. Næstir á listanum eru Man. United með fimm.

Ekki langt undan eru Liverpool með fjögur sem og Tottenham og Everton, sem Gylfi leikur einmitt núna með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×