Enski boltinn

Ful­ham andar ofan í háls­málið á New­cast­le

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lookman fagnar sigurmarkinu í kvöld en hann hefur verið drjúgur fyrir Fulham á leiktíðinni.
Lookman fagnar sigurmarkinu í kvöld en hann hefur verið drjúgur fyrir Fulham á leiktíðinni. Andrew Couldridge/Getty

Fulham er nú einungis þremur stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann 1-0 sigur á Sheffield United í botnbaráttuslag á Englandi.

Staðan var markalaus í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik kom fyrsta og eina mark leiksins er Ademola Lookman kom Fulham verðskuldað yfir.

Hann fékk góða sendingu frá hinum danska Joachim Andersen, rölti framhjá Ethan Ampadu og kom boltanum fram hjá Aaron Ramsdale í marki Sheffield.

Sheffield átti sitt fyrsta skot að marki Fulham á 65. mínútu en þeir náu ekki að koma inn jöfnunarmarki. Lokatölur 1-0.

Fulham er því komið með 22 stig í átjánda sætinu. Þeir eru nú einungis þremur stigum frá Newcastle sem er í sautjánda sætinu og fjórum frá Brighton sem er sæti ofar.

Sheffield er hins vegar með ellefu stig á botninum. Þeir eru fjórtán stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.