Íslenski boltinn

KA ekki í vandræðum með Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jonathan Hendrickx í KA-treyjunni sem hann mun spila í í sumar.
Jonathan Hendrickx í KA-treyjunni sem hann mun spila í í sumar. mynd/KA

KA vann 5-0 sigur á Víking Ólafsvík er liðin mættust í Akraneshöllinni í dag. KA er því komið á blað í riðli eitt en Ólafsvíkingar eru án stiga.

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta markið á 29. mínútu og það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Ásgeir Sigurgeirsson tvöfaldaði forystuna á 48. mínútu og Alex Bergmann Arnarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 57. mínútu.

Ásgeir skoraði annað mark sitt og fjórða mark KA á 65. mínútu og hinn belgíski Jonathan Hendrickx gerði fimmta mark KA tveimur mínútum fyrir leikslok.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.