Óskar Örn með þrennu í stórsigri KR og Víkingur skoraði sex gegn FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 13:15 Óskar Örn kann vel við sig í ljósbláu. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur þrjú í dag. Vísir/Daniel Thor Tveimur leikjum í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu er nú lokið, báðir voru þeir í riðli 2 í A-deild. KR vann 8-2 sigur á sínum fornu fjendum í Fram. Þá vann Víkingur öruggan 6-1 sigur á FH í Skessunni í Hafnafirði. KR-ingar slökuðu á undir lok leiks Segja má að leikur KR og Fram hafi verið leikur kattarins að músinni en gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð, þeir áttu hins vegar ekki roð í KR í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu KR-ingar að vild. Komust þeir í 7-0 áður en Haraldur Einar Ásgrímsson og Aron Þórður Albertsson minnkuðu muninn fyrir gestina undir lok leiks. Hinn 37 ára gamli Óskar Örn Hauksson skoraði þrennu í liði KR. Hans önnur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði einnig þrennu gegn Fjölni á Reykjavíkurmótinu. Þá lagði Óskar Örn einnig upp tvö mörk í liði KR. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í liði KR og átti skot í stöng. Hin þrjú mörkin skoruðu Pálmi Rafn Pálmason úr vítaspyrnu, Atli Sigurjónsson með skoti af löngu færi í autt markið eftir að uppspil Fram misheppnaðist og Oddur Ingi Bjarnason skoraði svo í uppbótartíma leiksins. Skömmu áður hafði varamaðurinn Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald í liði Fram fyrir slæma tæklingu á Oddi Inga. Lokatölur 8-2 og KR komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking í fyrstu umferð riðilsins. Fram er með þrjú stig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Þór Akureyri á sama tíma. Erlingur Agnarsson var frábær í liði Víkings í dag.Vísir/Bára Víkingar með sýningu í Skessunni Vuk Oskar Dimitrijevic kom heimamönnum í FH yfir snemma leiks eftir undirbúning Jónatans Inga Jónssonar en svo pökkuðu heimamenn einfaldlega í töskur og héldu heim. Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin fyrir Víking eftir aukaspyrnu og Erlingur Agnarsson kom gestunum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Síðari hálfleikur var einkaeign Víkings. Erlingur bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og í kjölfarið bætti Nikolaj Hansen við fjórða markinu áður en Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina, lokatölur því 1-6 í Skessunni í dag. Víkingur einnig með fjögur stig – líkt og KR – á meðan FH er með þrjú stig eftir sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð riðilsins. Fótbolti Íslenski boltinn KR FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
KR-ingar slökuðu á undir lok leiks Segja má að leikur KR og Fram hafi verið leikur kattarins að músinni en gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð, þeir áttu hins vegar ekki roð í KR í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu KR-ingar að vild. Komust þeir í 7-0 áður en Haraldur Einar Ásgrímsson og Aron Þórður Albertsson minnkuðu muninn fyrir gestina undir lok leiks. Hinn 37 ára gamli Óskar Örn Hauksson skoraði þrennu í liði KR. Hans önnur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði einnig þrennu gegn Fjölni á Reykjavíkurmótinu. Þá lagði Óskar Örn einnig upp tvö mörk í liði KR. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í liði KR og átti skot í stöng. Hin þrjú mörkin skoruðu Pálmi Rafn Pálmason úr vítaspyrnu, Atli Sigurjónsson með skoti af löngu færi í autt markið eftir að uppspil Fram misheppnaðist og Oddur Ingi Bjarnason skoraði svo í uppbótartíma leiksins. Skömmu áður hafði varamaðurinn Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald í liði Fram fyrir slæma tæklingu á Oddi Inga. Lokatölur 8-2 og KR komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking í fyrstu umferð riðilsins. Fram er með þrjú stig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Þór Akureyri á sama tíma. Erlingur Agnarsson var frábær í liði Víkings í dag.Vísir/Bára Víkingar með sýningu í Skessunni Vuk Oskar Dimitrijevic kom heimamönnum í FH yfir snemma leiks eftir undirbúning Jónatans Inga Jónssonar en svo pökkuðu heimamenn einfaldlega í töskur og héldu heim. Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin fyrir Víking eftir aukaspyrnu og Erlingur Agnarsson kom gestunum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Síðari hálfleikur var einkaeign Víkings. Erlingur bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og í kjölfarið bætti Nikolaj Hansen við fjórða markinu áður en Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina, lokatölur því 1-6 í Skessunni í dag. Víkingur einnig með fjögur stig – líkt og KR – á meðan FH er með þrjú stig eftir sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð riðilsins.
Fótbolti Íslenski boltinn KR FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira