Perserverance lent á Mars Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 21:20 Tölvuteikning af Perserverance á yfirborði Mars. Vélmennið hefur nú lent á plánetunni. AP/NASA Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. „Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
„Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira