Það þýðir að Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks er nýr formaður ÍTF en Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, var formaður hagsmunasamtakanna. Hann lét af störfum í dag.
Þetta kom fram í frétt mbl.is fyrr í kvöld.
Fyrir kosningar var lögmæti framboðs Orra dregið í efa en miðað við fréttir kvöldsins virðist sem framboðið sé löglegt á allan hátt þar Orri er tekinn við formennsku samtakanna.
„Þetta er gamla góða sjálfboðavinnan, ég er ekki í þessu fyrir neitt annað. Ég vil fyrst og fremst gæta hagsmuna félaga í efstu og næst efstu deild,“ sagði Orri í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun í dag.