Íslenski boltinn

Orri nýr for­maður ÍTF þar sem Geir dró fram­boð sitt til baka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Hlöðversson, nýr formaður ÍTF.
Orri Hlöðversson, nýr formaður ÍTF. vísir/skjáskot

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, dró í kvöld framboð sitt til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum, til baka á aðalfundi samtakanna í dag.

Það þýðir að Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks er nýr formaður ÍTF en Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, var formaður hagsmunasamtakanna. Hann lét af störfum í dag.

Þetta kom fram í frétt mbl.is fyrr í kvöld.

Fyrir kosningar var lögmæti framboðs Orra dregið í efa en miðað við fréttir kvöldsins virðist sem framboðið sé löglegt á allan hátt þar Orri er tekinn við formennsku samtakanna.

„Þetta er gamla góða sjálfboðavinnan, ég er ekki í þessu fyrir neitt annað. Ég vil fyrst og fremst gæta hagsmuna félaga í efstu og næst efstu deild,“ sagði Orri í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun í dag.


Tengdar fréttir

Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

Lögmæti framboðs Orra dregið í efa

Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×