Íslenski boltinn

Vall kominn í Val

Sindri Sverrisson skrifar
Johannes Vall er kominn í Valstreyjuna.
Johannes Vall er kominn í Valstreyjuna. @valurfotbolti

Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við Svíann Johannes Vall um að spila með liðinu. Vall er 28 ára gamall, örvfættur varnarmaður sem síðast lék í næstefstu deild Svíþjóðar með Ljungskile.

Vall hefur leikið 79 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, með Falkenberg og síðar Norrköping. Hann fór frá Norrköping til Öster og lék með liðinu í næstefstu deild 2019, og svo með Ljungskile í fyrra en hann var þá í byrjunarliði í 27 leikjum af 30. Ljungskile endaði í neðsta sæti og féll.

Valsmenn byrja titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni á því að mæta ÍA fimmtudagskvöldið 22. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×