Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 20:51 Rush Limbaugh við orðuafhendingu í fyrra þar sem hann fékk frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Getty/Jonathan Newton Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Limbaugh var stórveldi í útvarpssenu bandarískra íhaldsmanna og naut mikillar hylli í röðum repúblikana. Þrír forsetar Bandaríkjanna mættu í sett The Rush Limbaugh Show í rúmlega þriggja áratuga sögu þáttarins og töldu margir þeirra mikilvægt að njóta opinbers stuðnings þáttastjórnandans. Limbaugh var meðal annars þekktur fyrir umdeildar og harðskeyttar skoðanir sínar og var um leið gagnrýndur fyrir málflutning sem var meðal annars sagður litast af kynþáttahyggju, hómófóbíu, kynjamismunun og afneitun á loftslagsvísindum. Útvarpsmaðurinn var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem veitti honum frelsisorðu forsetaembættisins í fyrra. Tengdi gosið í Eyjafjallajökli við Obamacare Rush Limbaugh fæddist þann 12. janúar árið 1951 í Missouri og byrjaði snemma að vinna í útvarpi en ferill hans tók fyrst á loft árið 1984 þegar The Rush Limbaugh Show hóf göngu sína á KFBK-útvarpsstöðinni í Kaliforníu. Vinsældir þáttarins hófust fyrir alvöru þegar eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum, FCC, afnam reglur sem kváðu á um að útvarpsstöðvar þyrftu að gæta jafnræðis í umfjöllun sinni um umdeild málefni. Í kjölfarið hjálpuðu afdráttarlausar skoðanir Limbaugh að tryggja þætti hans dreifingu á hundruðum útvarpsstöðva um allt land. Hlustuðu um 27 milljónir manna vikulega á þátt hans í fyrra. Ísland kom við sögu í þætti Limbaugh árið 2010 þegar hann fullyrti að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið viðbrögð Guðs við því að Obamacare, heilbrigðisfrumvarp Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hlotið brautargengi á þinginu.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira