Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 12:01 Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu fyrir tveimur árum um formannsembættið hjá KSÍ. Nú hefur Geir boðið sig fram til formanns Íslensks toppfótbolta, ÍTF. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ. Núverandi formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., en hann lætur af störfum á morgun þegar nýr formaður verður kosinn. Auk Geirs, sem er framkvæmdastjóri ÍA, býður Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sig fram til formanns ÍTF. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og tók svo við sem formaður í annan áratug, eða til ársins 2017. Guðni Bergsson tók þá við af honum sem formaður en Geir bauð sig fram gegn Guðna fyrir tveimur árum, þar sem Guðni hafði betur. Nú gæti svo farið að Guðni og Geir sitji saman stjórnarfundi hjá KSÍ því formaður ÍTF á sæti í stjórn KSÍ. Ásgrímur, Baldur og Jón Rúnar bjóða sig fram í stjórn Geir kveðst í framboðsyfirlýsingu vilja miðla af víðtækri reynslu sinni og freista þess að auka tekjur aðildarfélaga ÍTF, sem eru félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna, meðal annars í gegnum sölu á sjónvarpsrétti sem nú er á hendi ÍTF. Yfirlýsingu hans má lesa hér að neðan. Þrír bjóða sig svo fram í stjórn ÍTF en það eru þeir Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og í fyrra voru þeir Sævar Pétursson úr KA, Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki og Jónas Kristinsson úr KR kjörnir. Auk þeirra sitja Victor Ingi Olsen úr Stjörnunni, Sigurður K. Pálsson úr Val og Sveinbjörn Másson úr Selfossi í núverandi stjórn. Framboðsyfirlýsing Geirs: Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Núverandi formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., en hann lætur af störfum á morgun þegar nýr formaður verður kosinn. Auk Geirs, sem er framkvæmdastjóri ÍA, býður Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sig fram til formanns ÍTF. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og tók svo við sem formaður í annan áratug, eða til ársins 2017. Guðni Bergsson tók þá við af honum sem formaður en Geir bauð sig fram gegn Guðna fyrir tveimur árum, þar sem Guðni hafði betur. Nú gæti svo farið að Guðni og Geir sitji saman stjórnarfundi hjá KSÍ því formaður ÍTF á sæti í stjórn KSÍ. Ásgrímur, Baldur og Jón Rúnar bjóða sig fram í stjórn Geir kveðst í framboðsyfirlýsingu vilja miðla af víðtækri reynslu sinni og freista þess að auka tekjur aðildarfélaga ÍTF, sem eru félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna, meðal annars í gegnum sölu á sjónvarpsrétti sem nú er á hendi ÍTF. Yfirlýsingu hans má lesa hér að neðan. Þrír bjóða sig svo fram í stjórn ÍTF en það eru þeir Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og í fyrra voru þeir Sævar Pétursson úr KA, Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki og Jónas Kristinsson úr KR kjörnir. Auk þeirra sitja Victor Ingi Olsen úr Stjörnunni, Sigurður K. Pálsson úr Val og Sveinbjörn Másson úr Selfossi í núverandi stjórn. Framboðsyfirlýsing Geirs: Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson.
Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki