Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 12:01 Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu fyrir tveimur árum um formannsembættið hjá KSÍ. Nú hefur Geir boðið sig fram til formanns Íslensks toppfótbolta, ÍTF. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ. Núverandi formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., en hann lætur af störfum á morgun þegar nýr formaður verður kosinn. Auk Geirs, sem er framkvæmdastjóri ÍA, býður Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sig fram til formanns ÍTF. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og tók svo við sem formaður í annan áratug, eða til ársins 2017. Guðni Bergsson tók þá við af honum sem formaður en Geir bauð sig fram gegn Guðna fyrir tveimur árum, þar sem Guðni hafði betur. Nú gæti svo farið að Guðni og Geir sitji saman stjórnarfundi hjá KSÍ því formaður ÍTF á sæti í stjórn KSÍ. Ásgrímur, Baldur og Jón Rúnar bjóða sig fram í stjórn Geir kveðst í framboðsyfirlýsingu vilja miðla af víðtækri reynslu sinni og freista þess að auka tekjur aðildarfélaga ÍTF, sem eru félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna, meðal annars í gegnum sölu á sjónvarpsrétti sem nú er á hendi ÍTF. Yfirlýsingu hans má lesa hér að neðan. Þrír bjóða sig svo fram í stjórn ÍTF en það eru þeir Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og í fyrra voru þeir Sævar Pétursson úr KA, Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki og Jónas Kristinsson úr KR kjörnir. Auk þeirra sitja Victor Ingi Olsen úr Stjörnunni, Sigurður K. Pálsson úr Val og Sveinbjörn Másson úr Selfossi í núverandi stjórn. Framboðsyfirlýsing Geirs: Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Núverandi formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., en hann lætur af störfum á morgun þegar nýr formaður verður kosinn. Auk Geirs, sem er framkvæmdastjóri ÍA, býður Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sig fram til formanns ÍTF. Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og tók svo við sem formaður í annan áratug, eða til ársins 2017. Guðni Bergsson tók þá við af honum sem formaður en Geir bauð sig fram gegn Guðna fyrir tveimur árum, þar sem Guðni hafði betur. Nú gæti svo farið að Guðni og Geir sitji saman stjórnarfundi hjá KSÍ því formaður ÍTF á sæti í stjórn KSÍ. Ásgrímur, Baldur og Jón Rúnar bjóða sig fram í stjórn Geir kveðst í framboðsyfirlýsingu vilja miðla af víðtækri reynslu sinni og freista þess að auka tekjur aðildarfélaga ÍTF, sem eru félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna, meðal annars í gegnum sölu á sjónvarpsrétti sem nú er á hendi ÍTF. Yfirlýsingu hans má lesa hér að neðan. Þrír bjóða sig svo fram í stjórn ÍTF en það eru þeir Ásgrímur Helgi Einarsson úr Fram, Baldur Már Bragason úr HK og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og í fyrra voru þeir Sævar Pétursson úr KA, Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki og Jónas Kristinsson úr KR kjörnir. Auk þeirra sitja Victor Ingi Olsen úr Stjörnunni, Sigurður K. Pálsson úr Val og Sveinbjörn Másson úr Selfossi í núverandi stjórn. Framboðsyfirlýsing Geirs: Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson.
Tvær efstu deildir í Íslandsmótinu í knattspyrnu eru stærstu og öflugustu einingar íslenskrar íþrótta bæði félagslega og fjárhagslega. Hagsmunasamtök félaganna, ÍTF, standa nú á tímamótum þegar kjósa á nýjan formann til að leiða samtökin. Þá standa samtökin einnig á tímamótum því að í fyrsta sinn munu félögin sjálf, undir forystu ÍTF, annast sölu sjónvarps- og markaðsréttinda deildanna. Í ljósi þess að samanlögð velta aðildarfélaga ÍTF á ári hleypur á milljörðum króna og mikilla breytinga og þróunar í umhverfi knattspyrnunnar er mikilvægt að efla starfsemi ÍTF til að mæta nýjum og ört vaxandi þörfum aðildarfélaganna. Um alla Evrópu hefur orðið mikil þróun í starfsemi deildarsamtaka og flest Norðurlöndin eru gott dæmi um það. Nú hefur ÍTF slitið barnsskónum og er því tímabært að samtökin auki starfsemi sína á komandi árum til að þjóna betur íslenskum félagsliðum. Ljóst er að mörg krefjandi verkefni bíða ÍTF og eru þessi helst: Auka tekjur félaganna af sölu sjónvarpsréttar og hvers kyns útsendingarréttar með innleiðingu bestu mögulegrar tækni. Auka tekjur félaganna af markaðsrétti og markaðsstarfi. Þróa fyrirkomulag móta í nánu samstarfi við félögin til þess að lengja keppnistímabilið og fjölga leikjum. Efla tengingar við erlend systursamtök og alþjóðasamtök félagsliða. Reka sjálfstæða og öfluga skrifstofu sem vinnur með skipulögðum og markvissum hætti og gætir hagsmuna félaganna í hvívetna. Styrkja ÍTF sem öflugan málsvara aðildarfélaga á opinberum vettvangi þegar málefni efstu deilda eru til umfjöllunar. Standa að breytingum á innra og ytra skipulagi ÍTF. Tryggja traustan fjárhagsgrundvöll ÍTF. Ég skil þörfina á breytingum á ÍTF og mikilvægi þess að félögin í efstu deildum eigi öflugan málsvara til að gæta hagsmuna þeirra. Samtök sem eru vel skipulögð með tengingar til allra átta. Með það í huga hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns ÍTF og miðla af víðtækri reynslu á mörgum sviðum s.s. málefna sjónvarps- og markaðsréttar, rekstrar knattspyrnufélaga, skipulags móta og samstarfi við erlend knattspyrnusamtök. Með kveðju, Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó