Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 16:56 Herinn hefur lokað á internetið í Mjanmar vegna mótmæla gegn valdaráninu. EPA/LYNN BO BO Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins. Herinn lýsir þessum mótmælum þó á þann veg að verið sé að ýta undir hatur og fordóma gagnvart leiðtogum hersins og mótmælendur eru jafnvel sagðir vera að fremja landráð. Eins og fram kemur í frétt BBC hafa hundruð þúsund íbúa Mjanmar tekið þátt í mótmælum vegna valdaránsins á undanförnum vikum. Reuters segir að færri hafi tekið þátt í mótmælum í Mjanmar í dag, samhliða því að fjölmargir hermenn eru á götum borga landsins og á brynvörðum farartækjum. Mótmælendur krefjast þess meðal annars að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, og öðrum kjörnum fulltrúum verði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Sjá einnig: Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Herinn hefur haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember. Engar sannanir varðandi þær ásakanir hafa þó verið opinberaðar og kosningastjórn landsins hefur hafnað þeim. Herinn stýrði Mjanmar í marga áratugi en árið 2011 fóru forsvarsmenn hersins að draga sig frá stjórnmálum. Suu Kyi varði nærri því fimmtán árum í stofufangelsi vegna viðleitni hennar til að koma hernum frá völdum. Mjanmar Tengdar fréttir Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14. febrúar 2021 10:32 Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Herinn lýsir þessum mótmælum þó á þann veg að verið sé að ýta undir hatur og fordóma gagnvart leiðtogum hersins og mótmælendur eru jafnvel sagðir vera að fremja landráð. Eins og fram kemur í frétt BBC hafa hundruð þúsund íbúa Mjanmar tekið þátt í mótmælum vegna valdaránsins á undanförnum vikum. Reuters segir að færri hafi tekið þátt í mótmælum í Mjanmar í dag, samhliða því að fjölmargir hermenn eru á götum borga landsins og á brynvörðum farartækjum. Mótmælendur krefjast þess meðal annars að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, og öðrum kjörnum fulltrúum verði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Sjá einnig: Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Herinn hefur haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember. Engar sannanir varðandi þær ásakanir hafa þó verið opinberaðar og kosningastjórn landsins hefur hafnað þeim. Herinn stýrði Mjanmar í marga áratugi en árið 2011 fóru forsvarsmenn hersins að draga sig frá stjórnmálum. Suu Kyi varði nærri því fimmtán árum í stofufangelsi vegna viðleitni hennar til að koma hernum frá völdum.
Mjanmar Tengdar fréttir Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14. febrúar 2021 10:32 Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14. febrúar 2021 10:32
Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31