Erlent

Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Valdaráninu hefur verið mótmælt af þó nokkrum krafti síðustu daga.
Valdaráninu hefur verið mótmælt af þó nokkrum krafti síðustu daga. Getty/ Stringer

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 

Fastafulltrúi Íslands sagði í ræðu á fundinum að mjanmarski herinn hefði gerst sekur um alvarleg mannréttindabrot, meðal annars ólöglegar og gerræðislegar handtökur. 

Kjörnir leiðtogar ríkisins eru enn í stofufangelsi en herinn hyggst stýra landinu næstu tólf mánuði vegna meints svindls í þingkosningum nóvembermánaðar.

Genf-Mannréttindaráðið samþykkti nú rétt í þessu samhljóða ályktun þar sem valdarán hersins í Myanmar var fordæmt. Var...

Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Friday, February 12, 2021

Tengdar fréttir

Her­foringjarnir beittir efna­hags­þvingunum

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna.

Þúsundir mótmæla í Mjanmar

Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.

Mót­mælin halda á­fram þrátt fyrir net­leysi

Mótmælendur í Mjanmar halda áfram að mótmæla í Yangon þrátt fyrir að herforingjastjórnin, sem tók völdin í vikunni sem leið, hafi lokað á Internet-tenginu landsins sem og helstu samfélagsmiðla. Ákvað herinn að loka á netið svo mótmælendur gætu ekki skipulagt sig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.