Mikil ólga er nú í Mjanmar eftir að herforingjarnir hnepptu stjórnmálaleiðtoga landsins í varðhald.Getty/Stringer
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna.
Samkvæmt tilskipuninni á einnig að frysta eignir stjórnarinnar í Mjanmar á bankareikningum í Bandaríkjunum sem sagðar eru nema um einum milljarði dollara.
Mikil ólga er nú í Mjanmar eftir að herforingjarnir hnepptu stjórnmálaleiðtoga landsins í varðhald og hefur almenningur fjölmennt á götur borga í landinu til að mótmæla.
Ung kona berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi en hún var skotin í höfuðið af lögreglu í mótmælum í höfuðborginni Nay Pyi Thaw á þriðjudaginn var.
Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.
Herforingjastjórn Myanmar hefur slökkt á Internet-tengingu landsins vegna mótmæla þar í landi. Herforingjastjórnin tók völdin í vikunni sem leið og setti kjörinn leiðtoga landsins í varðhald.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.