Enski boltinn

Markalaust hjá Aston Villa og Brighton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skellti í lás
Skellti í lás vísir/Getty

Ekkert mark var skorað í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Aston Villa heimsótti Brighton & Hove Albion

Þó Villa sé sjö sætum ofar en Brighton í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir voru það heimamenn sem réðu ferðinni í leiknum.

Emiliano Martinez átti stórleik í marki Aston Villa og var án nokkurs vafa maður leiksins en Brighton átti alls sextán marktilraunir í leiknum, þar af hittu níu á markið án þess þó að finna leiðina framhjá Martinez.

Lokatölur 0-0 og lyfti Aston Villa sér þar með upp fyrir Tottenham í 8.sæti deildarinnar. Brighton kom sér upp fyrir Burnley í 15.sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.