Íslenski boltinn

Sigrar hjá úrvalsdeildarliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjarnan og FH unnu bæði leiki sína í Lengjubikarnum í dag.
Stjarnan og FH unnu bæði leiki sína í Lengjubikarnum í dag. vísir/hulda margrét

FH, ÍA, Stjarnan og HK unnu öll leiki sína í fyrstu umferð Lengjubikars karla en A-deild Lengjubikarsins hófst í dag.

FH vann 2-1 sigur á Kórdrengjum er liðin mættust í riðli tvö í Skessunni í morgun.

ÍA lenti undir gegn Selfoss eftir mark Hrvoje Tokic en Brynjar Snær Pálsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson tryggðu ÍA 2-1 sigur.

HK vann 2-0 sigur á Grindavík. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir eftir darraðadans og Birnir Snær Ingason skoraði annað markið með glæstu skoti.

Stjarnan hafði svo betur gegn Vestra í markaleik á Samsungvellinum. Lokatölur urðu 3-2. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stjarnan komst í 3-2 áður en Vestri minnkaði muninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×