Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 12:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun janúar. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa verið allt annað en sáttur við frammistöðu verjenda sinna á fyrsta degi réttarhaldanna yfir honum í gær í öldungadeild Bandaríkjaþings. Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Verjendurnir eru þeir Bruce L. Castor og David I. Schoen. Castor tók fyrstur til máls og samkvæmt umfjöllun New York Times á Trump að vera brjálaður vegna framsögu hans. Hann hafi verið aðeins sáttari við ræðu Schoen en þó pirraður og almennt ósáttur við lögmennina tvo. Réttarhöldin hófust á málflutningi Demókrata þar sem meðal annars var sýnt frá árásinni á þinghúsið, ræðu Trumps í aðdraganda árásarinnar og ítrekuðum staðhæfingum hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Á meðal þess sem sagt er hafa farið fyrir brjóstið á Trump er að Castor tók fyrstur til máls en Schoen átti að flytja ræðu sína á undan. Sagði Castor að þeir hefðu ákveðið á síðustu stundu að skipta um röðunina á framsögum þeirra þar sem málflutningur Demókrata hefði verið svo góður. Það að annar lögmanna hans skyldi lofa ákærendurna á málinu kom Trump á óvart og fór í taugarnar á honum samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Réttarhöldin halda áfram klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Trump er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr kæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira