Segja flugmanninn hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2021 21:50 Kobe Bryant og dóttir hans Gianna. AP/Chris Carlson Flugmaður þyrlunnar er sagður bera ábyrgð á banaslysinu sem Kobe Bryant, þrettán ára dóttir hans og sjö aðrir dóu í Kaliforníu í fyrra. Flugmaðurinn Ara Zobayan, var meðal þeirra sem dóu, en rannsakendur samgönguslysa segja hann hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum þegar hann flaug inn í þykkan þokubakka þann 26. janúar í fyrra. Þar ruglaðist hann í rýminu og flaug þyrlunni á hlíð norður af Los Angeles. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja rannsakendur einnig að þeir telji Zobayan hafa talið sig vera að fljúga beint þegar hann var í rauninni að fljúga til jarðar. Sjá einnig: Ekkja Kobe fer í mál vegna myndbirtinga af þyrluslysinu Skömmu áður en þyrlan skall til jarðar sagðist flugmaðurinn vera á leið upp úr þokubakkanum. Hið rétta var að hann var nærri því kominn upp úr bakkanum en hafði hallað þyrlunni til vinstri og virtist ekki taka eftir því. Þá byrjaði þyrlan að lækka flugið hratt. Þegar þyrlan skall í jörðinni var hún á um 296 kílómetra hraða og hafði verið að lækka flugið um 1.219 metra á mínútu. Stór gígur myndaðist við brotlendinguna og brak úr þyrlunni dreifðist víða. Allir um borð dóu samstundis, eins og áður hefur komið fram. Sjá einnig: Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka Meðlimir rannsóknarnefndarinnar segja engar vísbendingar um að nokkuð hafi verið að þyrlunni og útlit sé fyrir að Zobayan hafi ekki viljað lenda þyrlunni vegna lélegs skyggnis vegna þess að Bryant hafi verið um borð. Flugmaðurinn flaug Bryant reglulega. Kobe Bryant spilaði með Los Angeles Lakers frá 1996 til 2016 og varð fimm sinnum NBA-meistari með félaginu. Bryant skoraði 25,0 stig að meðaltali í 1346 deildarleikjum með Lakers liðinu og 25,6 stig að meðaltali í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Bandaríkin Andlát Kobe Bryant Fréttir af flugi Tengdar fréttir Móðir Vanessu, ekkju Kobes, fer í mál við hana og vill fá háar fjárhæðir fyrir að passa barnabörnin Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur greint frá því að móðir hennar hafi farið í mál við hana og sagt að hún skuldi sér háar fjárhæðir, meðal annars fyrir að passa barnabörnin. 18. desember 2020 08:00 Tileinkaði Kobe titilinn: „Veit að hann er stoltur af okkur“ Kobe Bryant var ofarlega í huga margra eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 08:31 Flugmaður þyrlu Kobe Bryant hélt að hann væri á uppleið en ekki á niðurleið Nýjar upplýsingar sýna fram á það hversu áttavilltur þyrluflugmaður Kobe Bryant var rétt áður en þyrlan hrapaði til jarðar fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. 18. júní 2020 13:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Þar ruglaðist hann í rýminu og flaug þyrlunni á hlíð norður af Los Angeles. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja rannsakendur einnig að þeir telji Zobayan hafa talið sig vera að fljúga beint þegar hann var í rauninni að fljúga til jarðar. Sjá einnig: Ekkja Kobe fer í mál vegna myndbirtinga af þyrluslysinu Skömmu áður en þyrlan skall til jarðar sagðist flugmaðurinn vera á leið upp úr þokubakkanum. Hið rétta var að hann var nærri því kominn upp úr bakkanum en hafði hallað þyrlunni til vinstri og virtist ekki taka eftir því. Þá byrjaði þyrlan að lækka flugið hratt. Þegar þyrlan skall í jörðinni var hún á um 296 kílómetra hraða og hafði verið að lækka flugið um 1.219 metra á mínútu. Stór gígur myndaðist við brotlendinguna og brak úr þyrlunni dreifðist víða. Allir um borð dóu samstundis, eins og áður hefur komið fram. Sjá einnig: Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka Meðlimir rannsóknarnefndarinnar segja engar vísbendingar um að nokkuð hafi verið að þyrlunni og útlit sé fyrir að Zobayan hafi ekki viljað lenda þyrlunni vegna lélegs skyggnis vegna þess að Bryant hafi verið um borð. Flugmaðurinn flaug Bryant reglulega. Kobe Bryant spilaði með Los Angeles Lakers frá 1996 til 2016 og varð fimm sinnum NBA-meistari með félaginu. Bryant skoraði 25,0 stig að meðaltali í 1346 deildarleikjum með Lakers liðinu og 25,6 stig að meðaltali í 220 leikjum í úrslitakeppninni.
Bandaríkin Andlát Kobe Bryant Fréttir af flugi Tengdar fréttir Móðir Vanessu, ekkju Kobes, fer í mál við hana og vill fá háar fjárhæðir fyrir að passa barnabörnin Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur greint frá því að móðir hennar hafi farið í mál við hana og sagt að hún skuldi sér háar fjárhæðir, meðal annars fyrir að passa barnabörnin. 18. desember 2020 08:00 Tileinkaði Kobe titilinn: „Veit að hann er stoltur af okkur“ Kobe Bryant var ofarlega í huga margra eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 08:31 Flugmaður þyrlu Kobe Bryant hélt að hann væri á uppleið en ekki á niðurleið Nýjar upplýsingar sýna fram á það hversu áttavilltur þyrluflugmaður Kobe Bryant var rétt áður en þyrlan hrapaði til jarðar fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. 18. júní 2020 13:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Móðir Vanessu, ekkju Kobes, fer í mál við hana og vill fá háar fjárhæðir fyrir að passa barnabörnin Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur greint frá því að móðir hennar hafi farið í mál við hana og sagt að hún skuldi sér háar fjárhæðir, meðal annars fyrir að passa barnabörnin. 18. desember 2020 08:00
Tileinkaði Kobe titilinn: „Veit að hann er stoltur af okkur“ Kobe Bryant var ofarlega í huga margra eftir að Los Angeles Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 08:31
Flugmaður þyrlu Kobe Bryant hélt að hann væri á uppleið en ekki á niðurleið Nýjar upplýsingar sýna fram á það hversu áttavilltur þyrluflugmaður Kobe Bryant var rétt áður en þyrlan hrapaði til jarðar fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. 18. júní 2020 13:30