Erlent

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
Ron Wright greindist nýverið með Covid-19.
Ron Wright greindist nýverið með Covid-19. AP/Carolyn Kaster

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

Í samtali við AP fréttaveituna segist talsmaður Wright ekki vita nákvæmlega hver dánarorsök þingmannsins væri en hann og eiginkona hans Susan voru lögð inn á sjúkrahús á undanförnum tveimur vikum, bæði með Covid-19.

Hún var þó útskrifuð á síðustu dögum.

Wright er fyrsti sitjandi þingmaður Bandaríkjanna sem deyr vegna Covid-19. Í desember dó Luke Letlow vegna Covid-19 en hann hafði verið kjörinn á þingi en ekki tekið sæti enn.

Wright hafði setið á þingi fyrir kjördæmi sitt í Texas frá janúar 2019 og hafði lýst því yfir að hann sóttist eftir öðru kjörtímabili.

Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, minntist Wright á Twitter í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×