Enski boltinn

Mourinho sendi dómaranum væna sneið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho skildi ekkert í dómgæslunni í gær.
Mourinho skildi ekkert í dómgæslunni í gær. Clive Rose/Getty Images

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var ekki yfirsig hrifinn af frammistöðu Andre Marriner dómara í leik Tottenham og Chelsea í gærkvöldi.

Chelsea vann að endingu 1-0 sigur en markið kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Timo Werner féll eftir baráttu við Eric Dier og Marriner benti á punktinn.

Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem Mourinho tapar tveimur heimaleikjum í röð en þetta er þriðja tapið í röð hjá Tottenham sem er að hellast úr Meistaradeildarlestinni.

„Mér finnst hann einn besti dómarinn í deildinni. Mér þykir vænt um hann og ber virðingu fyrir honum sem setur mig í góða stöðu til þess að segja við ykkur að mér líkaði ekki við frammistöðu hans,“ sagði Mourinho í leikslok.

„Vítaspyrnan var vandamálið og það afgreidi leikinn. Þeir skora úr vítaspyrnu sem er ekki vítaspyrna. Það er erfitt að sætta sig við þetta og að tapa leiknum á þennan hátt er erfitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×