Innlent

Vatn í Jökuls­á fór yfir vatns­hæðar­þröskuldinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum fyrr í vikunni.
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum fyrr í vikunni. Skjáskot/Brynjar Ástþórsson

Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

Vegna aukinnar hættu á krapaflóði við Jökulsá á Fjöllum er vegurinn við þar aðeins opinn í björtu, eða á milli klukkan níu að morgni til sex að kvöldi, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar.


Tengdar fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá

Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×