Erlent

Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það sem bóluefni Janssen hefur fram yfir önnur er að einungis þarf eina sprautu til.
Það sem bóluefni Janssen hefur fram yfir önnur er að einungis þarf eina sprautu til. Artur Widak/NurPhoto/Getty

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum.

Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen en það bóluefni hefur þann kost fram yfir önnur að einungis þarf eina sprautu til. Janssen er undirfyrirtæki bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.

Heldur verri fréttir berast frá Suður-Afríku en Bandaríkjunum því svo virðist sem bóluefnið nái ekki að verja fólk nægilega vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar því í Suður-Afríku mældist virknin einungis fimmtíu og sjö prósent.

Í tilkynningu frá lyfjafyrirtækinu kemur fram að það hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar.


Tengdar fréttir

„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu

Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu.

„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×