„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 26. janúar 2021 19:53 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48