„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2021 18:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill stíga varlega til jarðar í öllum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. Þórólfur ræddi stöðu faraldursins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stöðuna fína; ánægjulegt væri að allir sem greindust með veiruna í gær hefðu verið í sóttkví. Síðustu sex daga hafa allir þeir sem greinast innanlands verið í sóttkví, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar er meðtalinn 21. janúar, þegar enginn greindist með veiruna. Góð staða miðað við Norðurlöndin Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar. Þórólfur var nokkuð jákvæður í garð mögulegra tilslakana. „Ég held að það gæti alveg orðið ef þetta heldur svona áfram en ég held við ættum að fara okkur mjög hægt,“ sagði Þórólfur, sem sat fund með sóttvarnalæknum Norðurlandanna í morgun. „Og þar er ástandið bara mjög slæmt. Það er nánast allt lokað og nú eru þeir að reyna að ná tökum á landamærunum, sem við erum búin að gera síðan síðastliðið sumar. Og nú eru menn allt í einu að sjá hvað er mikilvægt að takmarka flæði af veirunni erlendis frá. Við erum með mjög góða stöðu þannig að við eigum að reyna að halda henni og við höldum henni með því að fara okkur hægt í afléttingum. Veiran er enn þá úti í samfélaginu, í litlum mæli. En hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað.“ Engar persónugreinanlegar upplýsingar til Pfizer Þá sagði Þórólfur allt „á lágu nótunum“ í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Ekkert væri að frétta og fólk væri „að hugsa málið“. En hvaða upplýsingar fengi Pfizer ef af rannsókninni yrði? „Þá myndi þetta vera rannsókn sem við gerðum. Engar persónugreinanlegar upplýsingar myndu fara til Pfizer, heldur bara myndu þessar upplýsingar sem við erum með deilast með þeim, það er að segja hversu margir bólusettir eru að greinast með veiruna, hversu margir óbólusettir eru að greinast með veiruna og þar fram eftir götunum.“ Ekki rétt að nota bóluefni sem upplýsingar fást ekki um Kína og Rússland hafa þróað sín eigin bóluefni við kórónuveirunni, sem þegar hafa verið gefin fólki í löndunum tveimur. Þórólfur sagði mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi bóluefni. „Það er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum bóluefnum og það sem maður hefur séð hefur verið gert á mjög fáum einstaklingum. Þannig að ég myndi nú ekki telja að það væri rétt að vera að fá eitthvert bóluefni sem við fáum ekki góðar upplýsingar um, um hvernig hefur gengið með í rannsóknum, bæði aukaverkanir og hvernig það virkar, bara til að fá eitthvað bóluefni,“ sagði Þórólfur. „Við verðum að vera viss um það að það bóluefni sem við ætlum að fara að bjóða þjóðinni sé eins vel rannsakað og eins góðar og hagstæðar niðurstöður úr þeim rannsóknum eins og mögulegt er.“ Þá nefndi Þórólfur að bæði á mánudag og í gær hefðu margir mætt í sýnatöku, sem væri ánægjulegt. Sóttvarnayfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum af því að fólk með einkenni mætti ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast. Heilt yfir kvað Þórólfur stöðuna góða en mörgum spurningum væri ósvarað. „Mér finnst þetta líta ágætlega út og niðurstöður úr rannsóknum á þessum bóluefnum eru bara mjög góðar. En það á eftir að svara fullt af spurningum um þessi bóluefni sem við erum að bjóðast til að reyna að svara með þessari samvinnu við Pfizer en það er bara ekki komið á neinn endapunkt enn þá,“ sagði Þórólfur. „Meðan það er munum við koma til með að mjatla þessu í þjóðina, eins og við fáum. Og ég held að það muni aukast þegar AstraZeneca fær leyfið og Janssen fær leyfið þá förum við náttúrulega að fá meira af bóluefni. [..] Þannig að ef við fáum ekki meira bóluefni en við teljum núna þá tekur þetta einhverjar vikur eða mánuði að fá stóran hluta þjóðarinnar bólusettan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05 Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18 Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þórólfur ræddi stöðu faraldursins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stöðuna fína; ánægjulegt væri að allir sem greindust með veiruna í gær hefðu verið í sóttkví. Síðustu sex daga hafa allir þeir sem greinast innanlands verið í sóttkví, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar er meðtalinn 21. janúar, þegar enginn greindist með veiruna. Góð staða miðað við Norðurlöndin Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar. Þórólfur var nokkuð jákvæður í garð mögulegra tilslakana. „Ég held að það gæti alveg orðið ef þetta heldur svona áfram en ég held við ættum að fara okkur mjög hægt,“ sagði Þórólfur, sem sat fund með sóttvarnalæknum Norðurlandanna í morgun. „Og þar er ástandið bara mjög slæmt. Það er nánast allt lokað og nú eru þeir að reyna að ná tökum á landamærunum, sem við erum búin að gera síðan síðastliðið sumar. Og nú eru menn allt í einu að sjá hvað er mikilvægt að takmarka flæði af veirunni erlendis frá. Við erum með mjög góða stöðu þannig að við eigum að reyna að halda henni og við höldum henni með því að fara okkur hægt í afléttingum. Veiran er enn þá úti í samfélaginu, í litlum mæli. En hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað.“ Engar persónugreinanlegar upplýsingar til Pfizer Þá sagði Þórólfur allt „á lágu nótunum“ í viðræðum við lyfjaframleiðandann Pfizer, sem staðið hafa yfir síðustu vikur. Ekkert væri að frétta og fólk væri „að hugsa málið“. En hvaða upplýsingar fengi Pfizer ef af rannsókninni yrði? „Þá myndi þetta vera rannsókn sem við gerðum. Engar persónugreinanlegar upplýsingar myndu fara til Pfizer, heldur bara myndu þessar upplýsingar sem við erum með deilast með þeim, það er að segja hversu margir bólusettir eru að greinast með veiruna, hversu margir óbólusettir eru að greinast með veiruna og þar fram eftir götunum.“ Ekki rétt að nota bóluefni sem upplýsingar fást ekki um Kína og Rússland hafa þróað sín eigin bóluefni við kórónuveirunni, sem þegar hafa verið gefin fólki í löndunum tveimur. Þórólfur sagði mjög erfitt að fá upplýsingar um þessi bóluefni. „Það er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum bóluefnum og það sem maður hefur séð hefur verið gert á mjög fáum einstaklingum. Þannig að ég myndi nú ekki telja að það væri rétt að vera að fá eitthvert bóluefni sem við fáum ekki góðar upplýsingar um, um hvernig hefur gengið með í rannsóknum, bæði aukaverkanir og hvernig það virkar, bara til að fá eitthvað bóluefni,“ sagði Þórólfur. „Við verðum að vera viss um það að það bóluefni sem við ætlum að fara að bjóða þjóðinni sé eins vel rannsakað og eins góðar og hagstæðar niðurstöður úr þeim rannsóknum eins og mögulegt er.“ Þá nefndi Þórólfur að bæði á mánudag og í gær hefðu margir mætt í sýnatöku, sem væri ánægjulegt. Sóttvarnayfirvöld höfðu áður lýst yfir áhyggjum af því að fólk með einkenni mætti ekki í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast. Heilt yfir kvað Þórólfur stöðuna góða en mörgum spurningum væri ósvarað. „Mér finnst þetta líta ágætlega út og niðurstöður úr rannsóknum á þessum bóluefnum eru bara mjög góðar. En það á eftir að svara fullt af spurningum um þessi bóluefni sem við erum að bjóðast til að reyna að svara með þessari samvinnu við Pfizer en það er bara ekki komið á neinn endapunkt enn þá,“ sagði Þórólfur. „Meðan það er munum við koma til með að mjatla þessu í þjóðina, eins og við fáum. Og ég held að það muni aukast þegar AstraZeneca fær leyfið og Janssen fær leyfið þá förum við náttúrulega að fá meira af bóluefni. [..] Þannig að ef við fáum ekki meira bóluefni en við teljum núna þá tekur þetta einhverjar vikur eða mánuði að fá stóran hluta þjóðarinnar bólusettan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05 Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18 Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27. janúar 2021 18:05
Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27. janúar 2021 11:18
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34