Níu ára afmæliskaka Dagnýjar bræddi örugglega hjörtu West Ham fólks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:31 Dagný Brynjarsdóttir er komin í búning West Ham en til hliðar er afmæliskakan hennar þegar hún var níu ára gömul. Twitter/@westhamwomen Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham í gærkvöldi og það með sérstökum hætti. Það má búast við því að Dagný Brynjarsdóttir sé þegar komin í hóp uppáhaldsleikmanna stuðningsmanna West Ham eftir að hafa séð gömlu myndirnar af Dagnýju í gær. Það er ekki vanalegt að nýir leikmenn félaga séu kynntir til leiks með fullt af gömlum myndum en svo var raunin í gær. Íslenska landsliðskonan mætti til leiks með sterk tengsl við nýja félagið sitt. Dagný týndi fram fjölda gamalla mynda úr safni sínu þar sem hún sannaði það að hún hafi verið stuðningsmaður West Ham allt frá barnæsku. Claret & Blue through and through @dagnybrynjars pic.twitter.com/YnuPZYAuIS— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Myndin frá níu ára afmælisdegi Dagnýjar, 10. ágúst 2000, hefur örugglega brætt hjörtu stuðningsmanna West Ham. Það er eitt að sjá gamla mynd af leikmanni í búningi West Ham en það leynir sér ekki að hér sé um mikinn stuðningsmann félagsins að ræða þegar níu ára afmæliskakan er West Ham kaka. West Ham endaði í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999 til 2000 en Harry Redknapp var þá knattspyrnustjóri félagsins. Liðið vann einnig Intertoto bikarinn eftir sigur á Metz í tveimur úrslitaleikjum. She's one of our own... Welcome to West Ham United, @dagnybrynjars! pic.twitter.com/xRW3fRrWqK— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Frank Lampard skoraði eitt marka liðsins í úrslitaleiknum en meðal annarra leikmanna í þessu unga og spennandi West Ham liði voru Rio Ferdinand, Michael Carrick og Joe Cole sem allir áttu eftir að verða stórstjörnur. Með liðinu léku einnig gömlu refirnir Paolo Di Canio og Stuart Pearce. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Dagný deildi bæði með nýja félaginu sem og fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tilkynnti í gær um næsta áfangastað sinn á knattspyrnuferlinum. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Það má búast við því að Dagný Brynjarsdóttir sé þegar komin í hóp uppáhaldsleikmanna stuðningsmanna West Ham eftir að hafa séð gömlu myndirnar af Dagnýju í gær. Það er ekki vanalegt að nýir leikmenn félaga séu kynntir til leiks með fullt af gömlum myndum en svo var raunin í gær. Íslenska landsliðskonan mætti til leiks með sterk tengsl við nýja félagið sitt. Dagný týndi fram fjölda gamalla mynda úr safni sínu þar sem hún sannaði það að hún hafi verið stuðningsmaður West Ham allt frá barnæsku. Claret & Blue through and through @dagnybrynjars pic.twitter.com/YnuPZYAuIS— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Myndin frá níu ára afmælisdegi Dagnýjar, 10. ágúst 2000, hefur örugglega brætt hjörtu stuðningsmanna West Ham. Það er eitt að sjá gamla mynd af leikmanni í búningi West Ham en það leynir sér ekki að hér sé um mikinn stuðningsmann félagsins að ræða þegar níu ára afmæliskakan er West Ham kaka. West Ham endaði í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999 til 2000 en Harry Redknapp var þá knattspyrnustjóri félagsins. Liðið vann einnig Intertoto bikarinn eftir sigur á Metz í tveimur úrslitaleikjum. She's one of our own... Welcome to West Ham United, @dagnybrynjars! pic.twitter.com/xRW3fRrWqK— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Frank Lampard skoraði eitt marka liðsins í úrslitaleiknum en meðal annarra leikmanna í þessu unga og spennandi West Ham liði voru Rio Ferdinand, Michael Carrick og Joe Cole sem allir áttu eftir að verða stórstjörnur. Með liðinu léku einnig gömlu refirnir Paolo Di Canio og Stuart Pearce. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Dagný deildi bæði með nýja félaginu sem og fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tilkynnti í gær um næsta áfangastað sinn á knattspyrnuferlinum. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira