Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 12:45 Frumniðurstöðurnar gefa ástæðu til bjartsýni en beðið er frekari rannsókna. Getty/Kay Nietfeld Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“