Chelsea tókst ekki að vinna Úlfana í fyrsta leik liðsins undir stjórn Thomas Tuchels sem tók við liðinu af Frank Lampard sem var rekinn fyrr í vikunni. Á sama tíma vann Burnley frábæran sigur á Aston Villa á heimavelli.
Tuchel stýrði sínum fyrsta leik í rigningunni á Stamford Bridge í kvöld og hristi aðeins upp í liðinu. Jorginho og Oliver Giroud fengu meðal annars tækifæri í liðinu á meðan Mason Mount og Tammy Abraham voru á meðal varamanna.
Chelsea var sterkari aðilinn og var meira með boltann en gestirnir vörðust vel. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og markalaus en hraðinn jókst í síðari hálfleik. Hann bauð þó ekki upp á nein mörk þrátt fyrir margar marktilraunir og lokatölur markalaust jafntefli.
It ends Chelsea 0-0 Wolves. 🤝#CHEWOL pic.twitter.com/uArlTe7hnv
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 27, 2021
Chelsea er í áttunda sæti deildarinnar með þrjátíu stig en Wolves er í þrettánda sætinu með sjö stigum minna.
Burnley vann frábæran 3-2 sigur gegn Aston Villa á heimavelli eftir að hafa lent í tvígang undir. Ollie Watkins kom Villa yfir á fjórtándu mínútu og Villa menn leiddu í leikhléi.
Jöfnunarmarkið kom á 52. mínútu en þá skoraði Ben Mee. Einungis stundarfjórðungi síðar kom Jack Grealish þó Villa aftur yfir en tvö mörk frá Dwight McNeil; á 76. mínútu og á þeirri 79. tryggðu Burnley sigurinn.
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik en Burnley er í fimmtánda sætinu með 22 stig eftir sigurinn. Villa er í tíunda sætinu með 29.
5 - This was Burnley’s highest-scoring Premier League win since they won 3-2 against Chelsea in August 2017 – prior to this, their last 12 league games with 5+ goals had all ended in defeat. Concentrated. #BURAVL
— OptaJoe (@OptaJoe) January 27, 2021