Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 10:16 Bill Gates er ekki sáttur við þann aragrúa samsæriskenninga sem hafa verið myndaðar í tengslum við hann en vill skilja hvernig slíkt gerist. Getty/Hou Yu Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum. Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira