Íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 20:14 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið er sagt íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins eftir að AstraZeneca greindi frá töfum í framleiðslu á föstudag. Búist var við hundrað milljónum skammta til aðildarríkja á fyrsta ársfjórðungi, en útlit er fyrir að aðeins helmingur þess skili sér á þeim tíma. The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15