Liverpool komst yfir á 18. mínútu með marki Mohameds Salah. Sex mínútum síðar slapp Greenwood í gegnum vörn Englandsmeistaranna eftir sendingu frá Marcus Rashford.
Robertson var á hælunum á Greenwood og reyndi í örvæntingu sinni að öskra á hann til að koma honum úr jafnvægi. Það hafði ekki tilætluð áhrif því Greenwood skoraði og jafnaði í 1-1.
Uppátæki Robertsons sást í endursýningu og vakti mikla athygli netverja.
Andy Robertson screaming at Mason Greenwood to try and put him off scoring.
— ESPN FC (@ESPNFC) January 24, 2021
We've all done it pic.twitter.com/XVoCRKH5B5
Greenwood lét sér ekki nægja að skora jöfnunarmark United heldur lagði hann einnig upp annað mark liðsins fyrir Rashford.
Bruno Fernandes skoraði svo sigurmark Rauðu djöflanna með skoti beint úr aukaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.
Liverpool hefur gengið illa það sem af er ári en eini sigur liðsins eftir að árið 2021 gekk í garð var gegn mjög ungu liði Aston Villa í 3. umferð bikarkeppninnar. Næsti leikur Liverpool er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn.