Erlent

Ellefu bjargað úr námu í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Mennirnir voru mjög veikburða og þurfti að hylja augu þeirra þar sem þeir höfðu verið svo lengi í niðamyrkri.
Mennirnir voru mjög veikburða og þurfti að hylja augu þeirra þar sem þeir höfðu verið svo lengi í niðamyrkri. AP/Luan Qincheng/Xinhua

Ellefu námuverkamönnum var bjargað úr námu í Kína eftir að þeir höfðu verið fastir þar í tvær vikur. Einn er sagður hafa dáið og örlög tíu til viðbótar eru óljós. Göng sem verið var að grafa í nýrri gullnámu í Kína hrundu í sprengingu þann 10. janúar.

Mönnunum var svo bjargað í morgun og voru augu þeirra hulin þegar þeir voru bornir upp úr námunni. Fjölmiðlar í Kína segja sjö menn af tíu hafa getið gengið sjálfa í sjúkrabíla.

Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni fyrir tveimur vikum. Auk þeirra sem hefur verið bjargað og þess sem hefur dáið eru tíu lokaðir inni til viðbótar. Hægt er að senda mat og vatn til þeirra en ekki liggur fyrir hvernig gengur að grafa þá út, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.

633 menn hafa unnið að björgun mannanna úr námunni.

Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vitnar í kínverska fjölmiðla, hafa níu yfirmenn námunnar verið handteknir fyrir að tilkynna slysið ekki strax.

Námuslys eru tíð í Kína og oft er öryggi ábótavant í námum þar í landi. Öryggi hefur þó aukist nokkuð á undanförnum árum en á árum áður dóu um fimm þúsund námuverkamenn á ári í landinu. Það er þó langt síðan en aukin eftirspurn eftir kolum og góðmálmum hefur leitt til þess að dauðsföllum hefur fjölgað á nýjan leik.


Tengdar fréttir

22 kín­verskir námu­menn fastir eftir sprengingu

Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.