Íslenski boltinn

Breiðablik valtaði yfir Keflavík

Ísak Hallmundarson skrifar
Thomas Mikkelsen var í stuði í dag.
Thomas Mikkelsen var í stuði í dag. vísir/bára

Þremur leikjum er lokið í Fótbolti.net mótinu í fótbolta í dag. Breiðablik, FH og HK unnu stórsigra

Breiðablik vann Keflavík 6-1 þar sem Thomas Mikkelsen skoraði þrennu. Gísli Eyjólfsson skoraði tvö mörk, Höskuldur Gunnlaugsson eitt mark fyrir Breiðablik en mark Keflvíkinga skoraði Frans Elvarsson.

Stefán Ljubicic skoraði tvö mörk fyrir HK í 5-1 sigri á Gróttu. Ásgeir Marteinsson skoraði einnig tvö mörk og Bjarni Gunnarsson eitt mark fyrir HK. Markaskorari Gróttu er óstaðfestur.

FH vann Grindavík 4-1. Mörk FH skoruðu þeir Steven Lennon, Matthías Vilhjálmsson, Oliver Heiðarsson og Jónatan Ingi Jónsson en mark Grindavíkur skoraði Freyr Jónsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.