Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 15:03 Forsetar hafa hingað til haft hefð Reagan í heiðri, jafnvel eftir að hafa þurft að játa sig sigraða í kosningum. White House Collection/White House Historical Association Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. Trump tók ekki á móti forsetahjónunum verðandi í Hvíta húsinu né hefur hann rætt við Biden síðan forsetakosningarnar fóru fram. Nú er bara að bíða og sjá hvað segir í kveðjunni. „Kæri George. Það munu koma augnablik þar sem þig mun langa til að nota þetta bréfsefni.“ Þannig hófust fyrstu skilaboðin sem fráfarandi forseti skildi eftir fyrir eftirmann sinn en um var að ræða kveðju sem Ronald Reagan krotaði á minnisblokk prýdda mynd af kalkúnum að spóka sig á buguðum fíl. Fyrir ofan myndina stóð: „Ekki láta kalkúnana draga þig niður“ en fíllinn er að sjálfsögðu tákn Repúblikanaflokksins, sem Reagan og George H. W. Bush tilheyrðu báðir. „Velgengni þín er velgengni landsins“ Í umfjöllun sinni um málið segir AP markvert hversu einfaldar kveðjurnar hafa verið gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu „stórt“ forsetaembættið er. Þá hafa þær jafnan verið hlýlegar og hvetjandi, sem er merkilegt í ljósi þess að þegar Bush tók við af Reagan var það í síðasta sinn sem nýr forseti tók við af flokksbróður sínum. „Þegar ég gekk inn á skrifstofuna rétt í þessu fann ég til sama mikilfengleika og sömu virðingar og ég fann fyrir fjórum árum. Ég veit að þú munt finna fyrir því líka,“ sagði Bush í skilaboðunum til Clinton. Bush óskaði Clinton hamingju í Hvíta húsinu og hvatti hann til að láta gagnrýnendur ekki draga úr sér eða víkja sér af leið. „Velgengni þín er núna velgengni landsins. Ég styð þig alla leið. Gangi þér vel.“ Hvíta húsið fyrir krakka Þegar Bush yngri tók við af Clinton sagði síðarnefndi að byrðarnar sem lægju nú á herðum hans væru miklar en oft á tíðum ýktar. Bush sagði í bréfi sínu til Obama að gagnrýnin yrði hörð, vinirnir myndu valda honum vonbrigðum en hvað sem gerðist myndi hann fá innblástur frá ástríðu þeirrar þjóðar sem hann færi nú fyrir. Þá skildu Jenna og Barbara Bush eftir leiðbeiningar fyrir krakka í Hvíta húsinu fyrir Maliu og Söshu Obama, sem fólu meðal annars í sér ábendingar um góð handrið til að renna sér niður og skemmtilega viðburði sem þær ættu að sækja með foreldrum sínum. Forseta fylgir fjölskylda en Malia og Sasha voru töluvert yngri en þær eru á þessari mynd þegar þær fluttu fyrst inn í Hvíta húsið.Hvíta húsið/Pete Souza Forspár Obama „Þetta er einstakt embætti,“ skrifaði Obama til Trump. Engar leiðbeiningar væru til sem segðu fyrir um hvernig stýra ætti landinu á farsælan hátt en hins vegar væri eitt sem hafa bæri í huga. „Við erum aðeins tímabundnir notendur þessarar skrifstofu,“ sagði Obama. Það gerði þá að verndurum þeirra lýðræðislegu stofnana og hefða sem forfeður þeirra hefðu barist og látið líf sitt fyrir. „Það er undir okkur komið að skilja við þessi áhöld lýðræðis okkar að minnsta kosti jafn sterk og þegar við tókum við þeim.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Barack Obama Tengdar fréttir Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Trump tók ekki á móti forsetahjónunum verðandi í Hvíta húsinu né hefur hann rætt við Biden síðan forsetakosningarnar fóru fram. Nú er bara að bíða og sjá hvað segir í kveðjunni. „Kæri George. Það munu koma augnablik þar sem þig mun langa til að nota þetta bréfsefni.“ Þannig hófust fyrstu skilaboðin sem fráfarandi forseti skildi eftir fyrir eftirmann sinn en um var að ræða kveðju sem Ronald Reagan krotaði á minnisblokk prýdda mynd af kalkúnum að spóka sig á buguðum fíl. Fyrir ofan myndina stóð: „Ekki láta kalkúnana draga þig niður“ en fíllinn er að sjálfsögðu tákn Repúblikanaflokksins, sem Reagan og George H. W. Bush tilheyrðu báðir. „Velgengni þín er velgengni landsins“ Í umfjöllun sinni um málið segir AP markvert hversu einfaldar kveðjurnar hafa verið gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu „stórt“ forsetaembættið er. Þá hafa þær jafnan verið hlýlegar og hvetjandi, sem er merkilegt í ljósi þess að þegar Bush tók við af Reagan var það í síðasta sinn sem nýr forseti tók við af flokksbróður sínum. „Þegar ég gekk inn á skrifstofuna rétt í þessu fann ég til sama mikilfengleika og sömu virðingar og ég fann fyrir fjórum árum. Ég veit að þú munt finna fyrir því líka,“ sagði Bush í skilaboðunum til Clinton. Bush óskaði Clinton hamingju í Hvíta húsinu og hvatti hann til að láta gagnrýnendur ekki draga úr sér eða víkja sér af leið. „Velgengni þín er núna velgengni landsins. Ég styð þig alla leið. Gangi þér vel.“ Hvíta húsið fyrir krakka Þegar Bush yngri tók við af Clinton sagði síðarnefndi að byrðarnar sem lægju nú á herðum hans væru miklar en oft á tíðum ýktar. Bush sagði í bréfi sínu til Obama að gagnrýnin yrði hörð, vinirnir myndu valda honum vonbrigðum en hvað sem gerðist myndi hann fá innblástur frá ástríðu þeirrar þjóðar sem hann færi nú fyrir. Þá skildu Jenna og Barbara Bush eftir leiðbeiningar fyrir krakka í Hvíta húsinu fyrir Maliu og Söshu Obama, sem fólu meðal annars í sér ábendingar um góð handrið til að renna sér niður og skemmtilega viðburði sem þær ættu að sækja með foreldrum sínum. Forseta fylgir fjölskylda en Malia og Sasha voru töluvert yngri en þær eru á þessari mynd þegar þær fluttu fyrst inn í Hvíta húsið.Hvíta húsið/Pete Souza Forspár Obama „Þetta er einstakt embætti,“ skrifaði Obama til Trump. Engar leiðbeiningar væru til sem segðu fyrir um hvernig stýra ætti landinu á farsælan hátt en hins vegar væri eitt sem hafa bæri í huga. „Við erum aðeins tímabundnir notendur þessarar skrifstofu,“ sagði Obama. Það gerði þá að verndurum þeirra lýðræðislegu stofnana og hefða sem forfeður þeirra hefðu barist og látið líf sitt fyrir. „Það er undir okkur komið að skilja við þessi áhöld lýðræðis okkar að minnsta kosti jafn sterk og þegar við tókum við þeim.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Barack Obama Tengdar fréttir Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01