Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 11:47 Um leið og „kex“ Biden hefur verið virkjað, snýr fylgdarmaður Trump aftur til Washington með kjarnorkufótboltann. epa Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk næstum flutningaskip inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk næstum flutningaskip inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49