Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 09:00 Kamala Harris og Joe Biden eru hér ásamt mökum sínum, Doug Emhoff og Jill Biden, við minningarathöfn í Washington-borg í gær sem haldin var vegna þeirra sem látist hafa í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Getty/Michael M. Santiago Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira