Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 09:00 Kamala Harris og Joe Biden eru hér ásamt mökum sínum, Doug Emhoff og Jill Biden, við minningarathöfn í Washington-borg í gær sem haldin var vegna þeirra sem látist hafa í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Getty/Michael M. Santiago Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira